Title | : | Sagan endalausa |
---|---|---|
Author | : | Michael Ende, Jórunn Sigurðardóttir & Bödvar Gudmundsson |
Release | : | 2024-08-22 |
Kind | : | audiobook |
Genre | : | Kids & Young Adults |
Preview Intro | |||
---|---|---|---|
1 | Sagan endalausa | Michael Ende, Jórunn Sigurðardóttir & Bödvar Gudmundsson |
Líf unga drengsins Bastíans Balthasars Búx er langt frá því að vera jafn auðvelt og í þeim ævintýraheimum sem hann les sér til um í bókunum sem hann elskar að gleyma sér í. Þegar hann stígur inn í bókabúð Karls Konráðs Kóríanders og finnur bókina „Sagan endalausa" verður hann svo áhugasamur að hann stelur bókinni, felur hana á háalofti skólans og byrjar að lesa. Í heimi sögunnar endalausu ræður barnslega keisaraynjan ríkjum. Hún er mjög veikburða svo að Bastían og vinur hans Atríus reyna að bjarga henni frá óútskýranlegum krafti fyrirbærisins „Ekkert". Mun Bastían takast að bjarga barnslegu keisaraynjunni og mun það nokkrun tímann verða um seinan að snúa aftur úr ævintýraheiminum? Sagan endalausa er eitt af meistaraverkum Michael Ende, sem grípur ímyndunarafl barna sem og fullorðinna í endalaust ferðalag. Sagan hefur verið þýdd á yfir 36 tungumál og er innblásturinn að fjölda kvikmynda sem gerðar hafa verið eftir bókinni. Michael Ende er einn þekktasti barnabókahöfundur Þýskalands, en hann skilur eftir sig fjölda verka sem hafa verið þýdd á yfir 40 tungumál. Hann ólst upp á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og litaðist barnæska hans þar af leiðandi af miklum erfiðleikum sem hafði áhrif á verk hans. Listaheimur Michael Ende er oft á tíðum óvenjulegur og skáldaður, heimur sem er súrrealísk blanda á milli raunveruleika og fantasíu. Verk hans eru skrifuð fyrir bæði börn og fullorðna, en hann heldur áfram að vera þekktastur fyrir bækurnar Momo og Sagan endalausa. |